■ Skeiðklukka
Til að taka tíma, lotutíma eða millitíma skal nota skeiðklukkuna. Hægt er að nota aðrar aðgerðir símans meðan
verið er að mæla tímann. Til að láta skeiðklukkuna halda áfram í bakgrunni skaltu styðja á hætta-takkann.
Notkun skeiðklukkunnar eða keyrsla hennar í bakgrunni meðan aðrar aðgerðir eru notaðar krefst aukinnar rafhlöðuorku og
minnkar líftíma rafhlöðunnar.
Veldu
Valmynd
>
Skipuleggjari
>
Skeiðklukka
og úr eftirtöldum valkostum:
Millitímar
— til að taka millitíma. Veldu
Byrja
til að hefja tímatökuna. Veldu
Millitími
í hvert sinn sem taka á
millitíma. Til að stöðva tímatökuna skaltu velja
Hætta
. Veldu
Vista
til að vista mældan tíma. Til að hefja
tímatökuna aftur skaltu velja
Valkost.
>
Byrja
. Nýja tímanum er bætt við fyrri tímann. Til að núllstilla tímann
án þess að vista hann skaltu velja
Núllstilla
. Til að láta skeiðklukkuna halda áfram í bakgrunni skaltu styðja á
hætta-takkann.
Hringtímar
— til að taka hringtíma. Til að láta skeiðklukkuna halda áfram í bakgrunni skaltu styðja á
hætta-takkann.
72
Copyright
© 2006 Nokia. All rights reserved.
Halda áfram
— til að skoða tímann sem þú hefur fært í bakgrunninn.
Sýna síðasta
— til að skoða nýjustu tímatökuna ef skeiðklukkan hefur ekki verið núllstillt.
Skoða tíma
eða
Eyða tímum
— til að skoða eða eyða vistuðum tímum.