Nokia 5070 - 15. Kallkerfi

background image

15. Kallkerfi

Kallkerfi á farsíma (PTT) er tvíátta talstöðvaþjónusta sem í boði er yfir GSM/GPRS farsímanet (sérþjónusta).
Kallkerfið býður upp á bein talsamskipti. Til að koma á tengingu skaltu styðja á og halda niðri
hljóðhækkunartakkanum (PTT).

Hægt er að nota kallkerfið til að eiga samræður við einn einstakling eða hóp af fólki sem hefur yfir samhæfum
búnaði að ráða. Þegar uppkall þitt er tengt þarf einstaklingurinn eða hópurinn sem þú vilt kalla upp ekki að
svara símanum. Þátttakendur ættu að staðfesta viðtöku hvers kyns samskipta þar sem það á við, þar sem engin
önnur staðfesting er fyrir því að viðtakendur hafi heyrt kallið.

Þjónustuveitan gefur upplýsingar um hvort þjónustan er tiltæk, kostnað og áskrift. Reikiþjónusta gæti verið
takmarkaðri en fyrir hefðbundin símtöl.

Áður en hægt er að nota kallkerfisþjónustuna þarftu að skilgreina nauðsynlegar stillingar fyrir þessa þjónustu.
Sjá

Stillingar kallkerfis

á bls.

81

.

Hægt er að nota aðrar aðgerðir símans þótt tenging við kallþjónustu sé virk. Kallkerfisþjónusta á farsímaneti er
ekki tengd hefðbundnum talsamskiptum, og því er mikið af þeirri þjónustu sem í boði er fyrir hefðbundin símtöl
(eins og t.d. talhólf) ekki í boði í kallkerfissamskiptum á farsímaneti.